Þakviðgerðir

Kíktu á nokkur af verkunum okkar!

Hallandi þak ásamt hliðarmynd af kvist klætt með fallegri dökkgrænni báru.
Kvistur á þaki, sem sést í dúk og grinnd. Er verið að leggja nýja báru á þakið. Bárujárnið er grænt
Þakkantur sem sést í dúk og grinnd. Er verið að leggja nýja báru á þakið. Bárujárnið er ekki enn komið á.
Undir súð, hér sjást stoðir og sperrur að innan undir súð sem á eftir að klæða og leggja steinull
annað sjónarhorn. nýjar og gamlar sperrur, verið að vinna í að fjarlægja gömlu og mygluðu. Verið að leggja nýjar sperrur
Nýjar sperrur sem verið er að leggja.
Timburklæðning á þaki sem hefur evrið lögð yfir sperrurnar. Mynd sýnir stöðu áður en d´úkur er lagður yfir og bárjárn.
loftunardúkur á þaki til að auka loftun í þakinu til að koma í veg fyrir myglu

Algengar spurningar

Þú hefur eflaust spurningar fyrir okkur, mögulega finnurðu svör við þeim hér að neðan.

Er gerður verksamningur í upphafi verks?

Við gerum alltaf verksamning þegar við leggjum nýtt þak eða tökum að okkur aðrar stærri framkvæmdir. Þannig færð þú yfirsýn yfir verkefnið, verðið og verkliði það felur í sér.

Hvað tekur langan tíma að leggja nýtt þak?

Samkvæmt okkar reynslu er algengt að þakviðgerðir taki  3-6 vikur. Rétt er þó að taka fram að engin tvö verk eru eins og er verktími háður ýmsum þáttum s.s. því hvaða efni er valið, hvernig frágangi skuli háttað, hvort leggja þurfi undirþak, hvort bæta þurfi við einangrun eða hvort byggja þurfi eða fjarlægja reykháf o.s.frv.

Öll verk eru unnin í samráði við verkkaupa sem upplýstur er jafnóðum um framvindu þannig að hægt sé a gera ráðstafanir ef eitthvað kemur upp á eða ef þarf að breyta upphaflegum áætlunum.

Get ég búið heima hjá mér á meðan þakið er endurnýjað?

Að öllu jöfnu getur þú búið í húsinu þínu á meðan við vinnum verkið.

Ætti ég að tæma háaloftið hjá mér?

Að öllu jöfnu þarf ekki að tæma háaloft þegar skipt er um klæðningu eða við framkvæmd fúaviðgerða. Ef hluti af verkinu er að einangra þak og skipta um sperrur þarf þó háaloftið að vera tómt.

Er langur biðlisti hjá ykkur?

Það er töluvert að gera hjá okkur svo endilega vertu í sambandi með góðum fyrirvara svo hægt sé að finna tíma sem hentar fyrir verkið.

Ertu enn með spurningar?

Sendu okkur endilega línu og segðu okkur hverju þú ert að velta fyrir þér. Við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Fáðu tilboð frá okkur

Vantar þig að fá tilboð í verkið þitt?

Fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu!

+354 694 8625
Fagrahæð 4, 210, Garðabær
Kærar Þakkir!
Við höfum móttekið skilaboðin :)
Æji það virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis. Prufaðu að senda aftur!
.responsive-iframe-container { position: relative; width: 100%; overflow: hidden; padding-top: 75%; /* Adjust this to control the aspect ratio */ } .responsive-iframe-container iframe { position: absolute; top: 0; left: 0; width: 100%; height: 100%; border: 0; }